„Það er því sama hvort horft er fyrir hrun eða eftir, á uppgangs- eða niðursveiflutímum, raunávöxtun ríkistryggðra skuldabréfa hefur verið mjög góð síðasta áratuginn," segir í grein Agnar T. Möller sjóðstjóri á heimasíðu Gamma .

Agnar Tómas Möller
Agnar Tómas Möller
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)
Samkvæmt Agnari mætti segja það sama um þá sem hafa ávaxtað fé sitt á bankabók, miðað við bundna innlánsreikninga.  Raunávöxtun innlána hafi verið um 2,4% að meðaltali frá 2000 fram að bankahruni en heil 3,0% frá bankahruni til dagsins í dag.

„Það má því heita með ólíkindum að á mesta niðursveiflutímabili íslenskrar nútíma hagsögu hafi raunstýrivextir verið hærri en á mesta uppgangstímabili á sama tíma!,“ skrifar Agnar.

Varkárir fjárfestar haft það gott

„Það er hins vegar spurning hvort það hafi ekki verið óheppilegt fyrir ríkissjóð Íslands sem fjármagnaði á sama tíma hátt á þriðja hundrað milljarða í löngum ríkisskuldabréfum á mjög háum vöxtum en að sama skapi þeim mun heppilegra fyrir kaupendur skuldabréfanna. Íslensk peningastefna hefur því séð til þess að varkárir íslenskir fjármagnseigendur hafa haft það ákaflega gott frá árþúsundamótum og í raun enn betur áratuginn þar á undan, væri það skoðað, á sama tíma og áhættusæknari fjárfestar hafa fengið slæma skelli,“ segir í grein Agnars.