Fyrsti kaflinn í olíuleitarævintýri Íslendinga varð heldur endasleppur eftir fyrsta olíuleitarútboð Orkustofnunar sem opnað var í vor. Einungis tvö tilboð bárust í fyrirhugaða olíuleit á Drekasvæðinu norðaustur af Íslandi, en bæði tilboðin hafa nú verið dregin til baka.

Líklegt er að olíuleit og vinnsla tefjist um mörg ár og verður því ekki ein af styrku stoðunum til að koma Íslendingum út úr núverandi kreppu eins og margir virðast hafa bundið vonir við.

Olíuleitarfélög telja að laga þurfi skattalöggjöf og reglur um olíuleitina ef skapa eigi áhuga olíufyrirtækjanna, en þau eru þó síður en svo búin að afskrifa dæmið. Á sama tíma heyrast raddir frá Noregi þar sem menn hafa gripið olíubolta Íslendinga á lofti og vilja stefna að olíuleit á Jan Mayen-hryggnum hið fyrsta.

Sjá nánar í Viðskiptablaðinu í dag.