*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Innlent 30. mars 2015 10:05

Hákarlabændur í ferðaþjónustu

Hildibrandur hákarlabóndi býður ferðamönnum upp á hákarl og segir þeim sögu forfeðranna.

Hlynur Jónsson
Aðsend mynd

Hildibrandur Bjarnason, bóndi í Bjarnarhöfn við Stykkishólm, hefur stofnað fyrirtækið Bjarnarhöfn ferða- þjónustu ehf. ásamt börnum sínum. Reksturinn sjálfur er hins vegar ekki nýr af nálinni, þar sem fjölskyldan hefur gert út slíka þjónustu í fjölda ára þar sem aðalsmerkið er hákarlasmökkun. Auk hennar er boðið upp á safnkost á svæðinu sem lýsir sögu forfeðra fjölskyldunnar á þessum slóðum.

„Þetta hefur verið starfrækt frá því elstu menn muna, en núna erum við að færa þetta undir eitt nafn til þess að halda betur utan um þetta,“ segir Hildibrandur um stofnun félagsins. „Forfeður okkar voru í því að veiða hákarl – sagan fylgir okkur og verkunarkunnáttan einnig. Hingað kemur heilmargt fólk til þess að sjá hvernig þetta er gert og til að smakka, svo það er alltaf nóg að gera.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.