*

fimmtudagur, 12. desember 2019
Innlent 13. nóvember 2019 18:31

Hákarlarnir segja af sér ráðherraembættum

Bernhard Esau, sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Sacky Shanghala, dómsmálaráðherra landsins, sögðu í dag af sér.

Ritstjórn
Bernhard Esau, sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Sacky Shanghala, dómsmálaráðherra landsins.

Ráðherrarnir tveir, sem kallaðir voru hákarlarnir í umfjöllun Kveiks í gærkvöldi, hafa báðir sagt af sér embætti. Afsögnin þeirra kemur í kjölfar ásakana sem bornar hafa verið á þá í fjölmiðlum í dag og studdar eru með gögnum sem lekið var til WikiLeaks. Greint er frá þessu á namibíska fréttavefnum The Namibian en þar er í landið málið kallað fiskifýlu-skjölin (e. the fishrot files). 

Um er að sjávarútvegsráðherran, Bernhard Esau, og dómsmálaráðherran, Sacky Shanghala. Afsögn þeirra kemur í kjölfar þrýstings frá forseta landsins Hage Geingob sem sagður er hafa beitt sér fyrir fyrir afsögninni. Samkvæmt heimildum The Namibian a forsetinn að hafa lýst því yfir við ráðamenn innan Swapo-flokksins að ráðherrarnir tveir ættu að axla ábyrg segja af sér fyrir

„Ég er ekki spilltur,“ hefur blaðið eftir Esau sem segir ásaknirnar skáldaðar og setta fram í því skyni að svert mannorð hans og stjórnmálaflokkinn Swapo. 

Ráðherrarnir eru sakaðir um að hafa þegið hundruðu milljón króna múturgreiðslur frá Samherja og skiptum fyrir að útvega íslenska sjávarútvegfélaginu ódýran kvóta. 

Stikkorð: Samherji Namibía