Hakkarar brutu sér leið inn í tölvukerfi bandaríska seðlabankann til skamms tíma á sunnudag. Þeir ollu hins vegar engu tjóni. Atvikið hefur engu að síður vakið upp spurningar um tölvuöryggi seðlabankans.

Reuter-fréttastofan segir að Anonymous, laustengdur alþjóðlegur hópur aðgerðasinna, hafi brotist inn í kerfi bankans og komist yfir upplýsingar rúmlega fjögur þúsund stjórnenda hjá bandarískum bönkunum. Upplýsingarnar, sem m.a. samanstóðu af lykilorðum, nöfnum, símanúmerum og tenglaskrám, voru síðan birtar á netinu. Fréttastofan hefur eftir talsmanni seðlabankans að búið sé að hafa samband við þá sem málið varðaði. Talsmaðurinn segir jafnframt að fljótlega eftir að brotist var inn í kerfið hafi verið lokað fyrir gloppuna í því.