Hákon Stefánsson, framkvæmdastjóri hjá Creditinfo Schufa í Þýskalandi, hefur samhliða því starfi tekið við starfi framkvæmdastjóra Creditinfo á Íslandi. Rakel Sveinsdóttir gegndi áður stöðu framkvæmdastjóra.

Úr tilkynningu frá CreditInfo:

„Hákon lauk kandídatsprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1998 og öðlaðist héraðsdómlögmannsréttindi árið 1999. Eftir að hafa starfað sem bæjarlögmaður Akureyrarbæjar starfaði hann sem sviðsstjóri ráðgjafasviðs Intrum á Íslandi á árunum 2002-2006. Hann gegndi starfi framkvæmdastjóra Lánstrausts á árunum 2006-2007 og varð stjórnarformaður Creditinfo þegar Lánstraust og Fjölmiðlavaktin voru sameinuð undir nafni Creditinfo á Íslandi um áramótin 2007-2008. Hákon hóf í kjölfarið störf hjá þýska féalginu Creditinfo Schufa og hefur frá árinu 2009 leitt sölu- og markaðsstarf  félagsins sem er með starfsemi í Evrópu, Asíu, Afríku og Austurlöndum nær en hjá félaginu starfa um 400 starfsmenn.

Staðgengill Hákonar á Íslandi er Tryggvi Þór Marinósson, fjármálastjóri Creditinfo.“