Hákon Stefánsson, aðstoðarforstjóri Creditinfo Group.
Hákon Stefánsson, aðstoðarforstjóri Creditinfo Group.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Hákon Stefánsson, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra Creditinfo Lánstrausts, hefur verið ráðinn aðstoðarforstjóri Creditinfo Group. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Hákon er með lögfræðipróf frá Háskóla Íslands og varð framkvæmdastjóri Creditinfo Lánstrausts árið 2006 eftir að hafa verið forstöðumaður ráðgjafasviðs Intrum Justitia og bæjarlögmaður Akureyrarbæjar.

Árið 2009 tók hann að sér að stjórna sölu og uppbyggingu nýrra markaða hjá Creditinfo International GmbH í Þýskalandi og því starfi gengdi hann til hann til ársins 2011 þegar hann tók við stöðu framkvæmdastjóra Creditinfo á Íslandi.

Brynja Baldursdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo Lánstrausts.
Brynja Baldursdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo Lánstrausts.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Brynja Baldursdóttir mun taka við stöðu framkvæmdastjóra Creditinfo Lánstrausts. Hún hefur stýrt viðskiptastýringu og þróun hjá Creditinfo frá ágúst 2013. Hún var samstæðustjóri hjá Oz og starfaði um árabil hjá Símanum, meðal annars sem forstöðumaður vefdeildar og forstöðumaður sölu á einstaklingssviði.

Brynja er með BS próf í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og MSc próf í aðgerðagreiningu frá Georgia Institute of Technology í Atlanta.