Í ræðu sinni á aðalfundi SA, sem nú stendur yfir, sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra m.a. að halda bæri áfram að laga skattaumhverfið til að styrkja samkeppnisstöðu atvinnulífsins og bæta lífskjörin. Hann tók undir stefnumörkun SA á sviði eftirlits með atvinnustarfsemi, sagði áframhaldandi uppbyggingu stóriðju til alvarlegrar skoðunar, sagði nauðsynlegt að skoða hvernig örorkuréttur stofnast og auglýsti eftir meira trausti í samfélaginu.