Ríkisskattstjóri birtir í dag auglýsingu í Fréttablaðinu þar sem minnt er á að fjármálafyrirtækjum beri, frá og með síðustu áramótum, að reikna og halda eftir 20% af staðgreiðslu vaxtatekna, innleysts gengishagnaðar og arðgreiðslna.

Fram kemur í auglýsingunni að skil á fjármagnstekjuskatti geti farið fram á rafrænan hátt og gera skuli grein fyrir því sé ekki um skattskyldar fjármagnstekjur að ræða á hverjum ársfjórðungi. Gjalddagi afdreginnar staðgreiðslu hafi verið 20. apríl en eindagi sé 5. maí.