Fjármálaráðherrar evruríkjanna ákváðu á fundi sínum í gærkvöldi að veita Grikkjum frest til tveggja ára til að rétta þjóðarskútu þeirra af og draga úr halla á ríkisrekstrinum. Á sama tíma er horft til þess að Grikkir haldi í evruna. Vonast er til að skuldakreppan hjaðni, í það minnsta blossi ekki upp á nýjan leik. Evrópusambandið hefur á sama tíma frestað því að taka ákvörðum um næstu útgreiðslu á neyðarláni til Grikkja upp á 32,6 milljarða evra. Óvíst er hver staðan er á greiðslu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Eins og Bloomberg-fréttaveitan greinir frá málinu eiga Grikkir að ná halla á fjárlögum niður í 120% af landsframleiðslu eftir áratug.

Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sagði á fundi með fjármálaráðherrunum í gær mikilvægt að gera úttekt á hallarekstri Grikkja eftir átta ár og lagði áherslu á að Grikkir nái að leysa úr sínum málum.