Elfa Dögg Þórðardóttir er eigandi Skyrgerð- arinnar sem er til húsa í Hveragerði. Hún segir að þau hafi opnað um miðjan júní fyrra – en lokuðu staðnum aftur um áramótin – vegna þess að þau áttu eftir að hefja skyrgerð í húsinu, en skyrgerðin var upprunalegur tilgangur þess. „Þar sem húsið var opnað sem þinghús og skyrgerð ákváðum við að búa til bæði skyrgerð og leikmynd í kringum það, svo fáum við lánaða gamla íslenska skyrgerðarmuni.

Við erum að fara að gera þessa eldgömlu uppskrift sem var gerð í sveitum og rifja öll gömlu nöfnin sem voru notuð yfir skyr. Við erum að fara að þróa þetta í þessa átt og halda sögunni og matarmenningunni á lofti, því að skyrið er komið svo langt frá uppruna sínum,“ segir Elfa Dögg.

Það verður ekki einungis skyrgerð á staðnum, heldur verður einnig hægt að gæða sér á mat í Skyrgerðinni. „Við erum með íslenska lambakjötið á veitingastaðnum okkar. Einnig verðum við með kolagrillaðar lambakótelettur og steikur. Svo er verið að þróa vín úr mysunni sem verður eftir við skyrgerðina. Jafnframt verðum við með skyrkokteila,“ segir hún.

Sögufrægt hús teiknað af Guðjóni Samúelssyni

Húsið sem er nú verið að gera upp var byggt árið 1930 og teiknað af Guðjóni Samúelssyni sem var húsasmíðameistari ríkisins.

„Hér var þinghús fyrir sveitarstjórnarmenn og svo skyrgerð í tengslum við mjólkurbúið. Þetta var eitt af fyrstu þremur húsunum í Hveragerði. Svo var blindur maður sem hét Eiríkur og kona hans sem ráku bíó hérna. Konan hans Sigríður var fyrsta konan sem fékk sýningarréttindi á Íslandi. Maður verður að rifja upp söguna og gera hana sýnilega, það er saga út um allt,“ segir Elfa Dögg.

Hún bætir við að þau ætli að gera bíómynd um sögu hússins og útskýra hvernig bærinn byggð­ ist upp í kringum skyrgerðina og mjólkurbúið.

„Bærinn byggðist ekki upp í kringum gróðurhúsin,“ tekur hún fram. Einnig verður gistirými í boði fyrir gesti, þar sem áður bjuggu starfsmenn skyrgerðarinnar, en gistirýmin eru að sögn Elfu Daggar gamaldags og flott.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .