Inngrip á gjaldeyrismarkaði þann 6. mars sl. voru hvorki ónauðsynleg né óviturleg, að mati Más Guðmundssonar. Hann var spurður á stýrivaxtafundi sl. miðvikudag hvort svo hafi ekki verið, í ljósi þess að nokkrum dögum síðar hafi höftin verið hert, og bankinn hafi þar með meiri stjórn á gjaldeyrisstreymi. Krónukaupin fyrir 12 milljónir evra þann 6. mars voru sögð vera gerð til þess að mæta „óvenjumiklu útstreymi gjaldeyris“.

Már sagði bankann stunda viðskipti oftar á hinni hliðinni, þar sem gjaldeyrir er keyptur fyrir evrur. Aðalatriðið sé að yfir lengri tíma kaupi seðlabanki gjaldeyri þegar hann er ódýr og selji þegar hann er dýr. Bankinn hefur haldið reikning frá hruni um þessi kaup. Það eigi eftir að koma í ljóst hvort staða hans sé neikvæð eða jákvæð. „Við teljum að við séum réttum megin í því,“ sagði Már.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.