Saudi Aramco, stærsti olíuframleiðandi heims, ætlar að halda sínu striki og halda áfram að greiða 18,75 milljarða dollara arð til eigenda sinna í lok hvers ársfjórðungs, þrátt fyrir að hagnaður félagsins hafi dregist töluvert saman vegna lækkandi olíuverðs. WSJ greinir frá.
COVID-19 faraldurinn hefur haft dregið allverulega úr eftirspurn eftir olíu á heimsvísu og hefur það líkt og gefur að skilja valdið lækkandi verði. Verðstríð milli Rússa og Sádí-Araba bætti svo gráu ofan á svart.
Frjálst sjóðstreymi félagsins nam 12,4 milljörðum á síðasta ársfjórðungi sem er nokkuð lægri fjárhæð en sem arðgreiðslan nemur, en Aramco hefur ekki gefið upp hvernig þetta bil verði brúað.