Mario Draghi og föruneyti í evrópska seðlabankanum tilkynntu á peningastefnufundi í Vín rétt í þessu að stýrivöxtum fyrir evrusvæðið yrði haldið óbreyttum. Þetta kemur fram í frétt BBC .

Eins og stendur eru stýrivextirnir 0% og innlánsvextir bankans neikvæðir um 0,4 prósentustig. Flestir bjuggust við því að stýrivöxtunum yrði haldið óbreyttum og hafa spár þeirra ræst.

Það var síðast í mars sem Draghi tilkynnti um aukna magnbundna íhlutun á svæðinu til að ýta undir vöxt hagkerfisins, en hann mun halda fund seinna í dag þar sem hann kynnir ákvörðunina betur.