Rétt í þessu var tilkynnt um að bandaríski seðlabankinn muni halda stýrivöxtum sínum óbreyttum eins og þeir eru, en þeir eru á bilinu 0,25%-0,5%. Frá þessu er sagt á vef Bloomberg .

Spár peningastefnunefndarinnar, sem kynnti niðurstöður sínar í dag, bentu til þess að vextirnir yrði 0,875% í lok árs, sem gefur í skyn tvær hækkanir til viðbótar það sem eftir er ársins.

Ákvörðun peningastefnunefndarinnar um að halda vöxtunum óbreyttum var meðal annarra breyta vegna þess að efnahagsmál á heimsvísu gætu skyggt á hagvöxt og efnahag Bandaríkjanna.