Í dag eru 60 ár frá því að fyrsta PC tölvan leit dagsins ljós. Tölvan var kölluð Baby og var á stærð við herbergi í húsi. Sumir segja hana vera fyrstu nútímalegu tölvuna, þar sem hún gat leyst margskonar verkefni án þess að vera endurbyggð á milli.

Baby var með 128 bita vinnsluminni og tókst að framkvæma fyrstu skipun sína, að finna hæsta prímþátt tölu, 21. júní 1948.

Frá þessu er greint á vef BBC, en þrír af vísindamönnunum sem stóðu að smíði Baby verða heiðraðir í Manchester borg í dag.

Eftirlíking af tölvunni er til sýnis í Vísinda- og iðnaðarsafninu í Manchester.