Þess er minnst víða í Bandaríkjunum í dag að hálf öld er liðin í dag frá því að John F. Kennedy, þáverandi forseti Bandaríkjanna, var skotinn til bana. Kennedy var á ferðalagi um Bandaríkin þegar hann var myrtur.

Lee Harvey Oswald, 24 ára gamall fyrrverandi hermaður, var handtekinn og grunaður um morðið og handtekinn. Hann var síðan skotinn til bana. Það var því ekki tilefni til að rétta í málinu og enn þann dag í dag eru á kreiki samsæriskenningar um það hver raunverulega stóð að baki morðinu.

Fyrr í vikunni fóru Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og Bill Clinton, fyrrverandi forseti, ásamt eiginkonum sínum að leiði Kennedys í Arlington kirkjugarðinum.