Kári Stefánsson hefur bæði verið kallaður umdeildasti maður Íslands og óskabarn þjóðarinnar. Þá varð hann jötunn í ævisögunni „Kári í Jötunmóð“ sem Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur ritaði, án samþykkis eða samvinnu við Kára. Kári hefur komið víða við og fylgja honum ávallt sögur, sumar skrautlegar og aðrar sjálfsagt skáldaðar.

Hann hóf vegferð sína í erfðavísindum í læknadeild Háskóla Íslands og fer misjöfnum sögum af veru hans þar. Sjálfur hefur Kári meðal annars sagt að lærimeistarar hans í læknadeild hafi í besta falli verið „hálfgerð idjót“.

Í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins er starfsferill Kára Stefánssonar rifjaður upp. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.