Viðskipti með bréf fasteignafélagsins Regin í Kauphöll Íslands í dag námu 503 milljónum króna. Það eru óvenjulega mikil viðskipti með bréf félagsins. Næstmest viðskipti voru með bréf í TM. Þau námu 147 milljónum og hækkaði gengi bréfa um 1,97%.

Velta með bréf Eimskips nam 138 milljónum króna og lækkaði gengi bréfa um 1,08%. Þá var velta með bréf Marel 102 milljónir króna en gengi bréfa stóð nánast í stað.

Viðskipti með bréf Icelandair námu einungis 39 milljónum króna. Það er óvenulega lítið.