*

þriðjudagur, 26. janúar 2021
Innlent 17. mars 2016 09:11

Halla boðar til blaðamannafundar

Halla Tómasdóttir boðar til blaðamannafundar þar sem hún mun greina frá því hvort hún bjóði sig fram til forseta lýðveldisins.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Halla Tómasdóttir, frumkvöðull og fjárfestir hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 15 í dag þar sem hún ætlar að skýra frá því hvort hún bjóði sig fram til forseta Íslands. Áskorunarsíðu var ýtt úr vör þann 1. desember síðastliðinn og hafa rúmlega 1.600 manns lýst yfir stuðningi segir í tilkynningu um blaðamannafundinn.

Viðskiptablaðið greindi frá því í blaðinu í dag að samkvæmt heimildum blaðsins þá myndi hún tilkynna um framboð til forseta Íslandi á næstunni.

Stikkorð: Halla Tómasdóttir