Halla Tómasdóttir hefur verið ráðin forstjóri hjá B Team. Þetta kemur fram á facebook síðu hennar. Hún mun taka við starfinu í byrjun ágúst og flytja til New York ásamt fjölskyldu sinni.

B Team er óhagnaðardrifið framtak sem sérhæfir sig í nýjum lausnum fyrir fyrirtæki í einkageiranum.

Fjöldi þekktra einstaklinga starfa sem stjórnarmenn hjá fyrirtækinu en þar ber helst að nefna Arianna Huffington,stofnanda Huffington Post, Mary Robinson (fv. forseti Írlands), Professor Muhammad Yunus, Nóbelsverðlaunahafi og stofnandi Grameen Bank, Christiana Figueres, fv. Loftslagsstjóri Sameinuðu þjóðanna, Marc Benioff, stofnandi og forstjóri Salesforce, Dr. Gro Harlem Brundtland, fyrsti kvenforsætisráðherra Noregs, Sharan Burrow, aðalritari alþjóðlega stéttafélagasambandsins og Paul Polman, forstjóri Unilever.

Halla segir það vera mikinn heiður að taka við forystuhlutverki í svo mikilvægu verkefni og hlakkar til að starfa með leiðtogum og starfsmönnum fyrirtækisins.