Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, sagði á blaðamannafundi í dag að bæði staða ríkissjóðs sem og fyrirtækja sem stunda fjármálastarfssemi hafi aldrei verið betri.

?Það er ljóst að mínu mati að fjármálastarfsemi á Íslandi stendur mjög traustum fótum. Eiginfjárhlutföll stærstu stofnananna hafa aldrei verið hærri. Íslensku bankarnir eru orðnir að alþjóðlegum fjármálaþjónustufyrirtækjum með mjög stóran hlut eigna sinna í alþjóðlegri starfsemi og það hefur stuðlað að bættri áhættudreifingu á starfsemi þeirra," sagði Halldór.

Hann sagði að vissulega væru skuldir landsins miklar en það þurfi að líta á þær eignir sem standa á móti.

?Ef við lítum til þeirra fyrirtækja sem eru skrásett í Kauphöllina þá eru 75% af tekjum þeirra af erlendri starfssemi og það er því eðlilegt að miðað við þessu miklu alþjóðlegu umsvif að skuldir séu miklar, ekki síst vegna þess að eignir þessara fyrirtækja eru mjög miklar," sagði Halldór.

Halldór segir eignir heimilanna hafa vaxið gífurlega á undanförnum fimm árum og bendir á að nettó eignir heimilanna hafi vaxið um tólfhundruð milljarða, sem eru tólf milljónir á hvert heimili.

Aðspurður um upptöku evrunnar sagði Halldór það eðlilegt að aðild að evru sé rædd því að íslenska krónan sé minnsti gjaldmiðill í heimi á frjálsum markaði og taka verður tillit til þeirra átaka sem á sér stað í íslensku viðskiptalífi vegna gengissveifla.

Einnig hafi forystumenn í íslensku atvinnulífið marglýst því yfir því að Ísland eigi að sækjast eftir því að verða aðilar að evrunni, án aðildar að Evrópusambandinu, sagði Halldór.

?Ég hef sagt að ég telji það ekki raunhæft að við getum gerst aðilar að Evrópska myntbandalaginu án þess að vera aðili að Evrópusambandinu," segir Halldór Ásgrímsson og er það vegna pólitískrar afstöðu um að breyta ekki samningum um Evrópska efnahagsvæðið.

Hann útilokar þó ekki að afstaðan geti breyst en áréttar að pólitísk afstaða Evrópusambandsins sé sú að þeir einu sem geta gerst aðilar að evrópska myntbandalaginu eru þeir sem eru í Evrópusambandinu.

Það verður alltaf vissum erfiðleikum háð að reka lítinn gjaldmiðill á frjálsum markaði og það liggur líka fyrir að vaxtakostnaður verður alltaf hærri en í stærri gjaldmiðli. Það þýðir að íslensk fyrirtæki og íslensk heimili verði að borga hærri vexti, sagði Halldór.

Halldór segir það hafa verið pólitíska afstöðu Evrópusambandsins að breyta ekki samningum um evrópska efnahagssvæðið. Því er ekki hægt að aðlaga hann að breytingum sem verða í Evrópu