Búið er að ráða nýjan forstjóra Hörpu og er það Halldór Guðmundsson, bókmenntafræðingur og fyrrverandi útgáfustjóri Máls og menningar. Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður eignarhaldsfélaga Hörpu, staðfestir þetta við Viðskiptablaðið. Halldór var einnig verkefnisstjóri íslensku bókamessunnar í Frankfurt í fyrra.

Um nýja forstjórastöðu er að ræða, sem varð til við endurskipulagningu á félögunum í kringum Hörpu. Þrjú félög, sem standa að baki Hörpu renna saman í eitt, en það eru Portus, Totus og Argo. Nýja félagið heitir einfaldlega Harpa. Ríkið á 54% hlut í Hörpu og Reykjavíkurborg 46%.