Halldór Ármannsson formaður Landssambands smábátaeigenda tilkynnti að hann myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Þetta kemur fram á vef Landssambandsins .

Halldór hefur setið sem formaður í þrjú ár og lýkur hann starfi sínu sem slíkur á næsta aðalfundi LS.

Tekur hann jafnframt fram að honum þótti það mikill heiður að hafa starfað í forsvari fyrir smábátaeigendur.

Halldór, sem vonast til þess að smábátaeigendur geti séð fram á bjartari tíma, ætlar að hverfa aftur til útgerðarinnar sem hann á með föður sínum.