Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði. hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér sem oddviti og bæjarstjóri í næstu sveitastjórnarkosningum.

Þetta kemur fram á vef RÚV en Halldór tilkynnti þessa ákvörðun á fundi í bæjarmálafélagi Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ í gærkvöld. Hann hefur verið bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar frá 1998 en kjörinn fulltrúi frá 2002.

Halldór segist þó ekki vera hættur í stjórnmálum. Auk þess að vera bæjarstjóri er Halldór jafnframt formaður Sambands íslenskra sveitafélaga.

Birna Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar, tilkynnti á þessum sama fundi að hún hygðist ekki gefa ekki kost á sér í sveitastjórnarkosningum næsta vor. Hún hefur í tólf ár verið í forystusveit Sjálfstæðisflokksins í bæjarmálunum.