Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, kannast ekkert við hugmyndir þess efnis að hann víki af lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar.

Í samtali við VB.is vísar Halldór í fésbókarfærslu Óttars Guðlaugssonar formanns fulltrúaráðsins Varðar.

Þar lýsir Óttar því yfir að ekki standi til að ræða þetta á fulltruaráðsfundi. „Ég sá þetta bara í fjölmiðlum,“ segir Halldór í samtali við VB.is.

Könnun Morgunblaðsins sem birt var í gær sýnir að Sjálfstæðisflokkurinn fengi 21,5% fylgi og þrjá menn kjörna í borgarstjórn.

Uppfært kl.12.35

Í samtali við Ríkisútvarpið segir Óttar Guðlaugsson, formaður Varðar segir stöðu flokksins í borginni alvarlega, nú þegar tíu dagar eru til kosninga.

Stjórnarfundir eru haldnir vikulega, en Óttar segir í samtali við RÚV að í dag verði rætt hvernig hægt sé að auka fylgi flokksins og koma stefnumálum betur til kjósenda.

Hann vill ekki staðfesta að meginefni fundarins sé krafa um að Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, stígi til hliðar.