Halldór Halldórsson heldur fyrsta sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

Talin hafa verið 2.442 atkvæði. Júlíus Vífill Ingvarsson er í öðru sæti og Kjartan Magnússon í þriðja.

Röðin er óbreytt, utan þess að Björn Gíslason er nú í 8. sæti en Börkur Gunnarsson í því 9.

Staða efstu 10 eru eftirfarandi:

1. Halldór Halldórsson fékk 911 atkvæði í 1. sæti.

2. Júlíus Vífill Ingvarsson fékk 1068 atkvæði í 1.-2. sæti

3. Kjartan Magnússon fékk 1304 atkvæði í 1.-3. sæti

4. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir fékk 951 atkvæði í 1.-4. sæti

5. Áslaug María Friðriksdóttir fékk 1156 atkvæði í 1.-5. sæti

6. Marta Guðjónsdóttir fékk 1096 atkvæði í 1.-6. sæti

7. Hildur Sverrisdóttir fékk 1064 atkvæði.

8. Björn Gíslason fékk 714  atkvæði.

9. Börkur Gunnarsson fékk 674 atkvæði.

10. Lára Óskarsdóttir fékk 637 atkvæði.