„Lykillinn að árangri okkar er að algjör samvinna er á milli allra starfsmanna og stjórnenda,“ segir Halldór Hrafn Jónsson, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Tölvuteki. Fyrirtækið er eitt þeirra fyrirtækja sem stóðust styrkleikamat Creditinfo og komust á lista yfir 462 framúrskarandi fyrirtæki landsins. Tölvutek er í 266. sæti lista Creditinfo í flokki meðalstórra fyrirtækja.

Frá því að Tölvutek opnaði sína fyrstu verslun árið 2006 hefur fyrirtækið stækkað yfir í að vera með stærstu tölvuverslun landsins við Hallarmúla í Reykjavík. Þá rekur Tölvutek jafnframt stærstu tölvuverslun Norðurlands í Undirhlíð á Akureyri.

„Við höfum alla tíð lagt áherslu á að bjóða upp á persónulega þjónustu,“ segir Halldór. „Við veljum réttu vörurnar og réttu samstarfsaðilana, en þannig höfum við tryggt lágt verð og góða þjónustu í gegnum árin.“

Blaðið 462 framúrskarandi fyrirtæki fylgdi Viðskiptablaðinu í síðustu viku. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð .