Halldór Friðrik Þorsteinsson
Halldór Friðrik Þorsteinsson
© Aðsend mynd (AÐSEND)

„Úlan Bator hefur alltaf togað í mig. En þetta er engin heimsborg, í raun er frekar ljót sovésk ára yfir henni. En menningin er heillandi,“ segir Halldór Friðrik Þorsteinsson, stjórnarformaður og helsti eigandi H.F. Verðbréfa. Breytingar á högum hans í fyrra urðu til þess að hann ákvað að leggja upp í heimshornaflakk í hálft ár.

Halldór hóf heimshornaflakk sitt í Eystrasaltslöndunum í ágúst. Þaðan hélt hann til Moskvu og fór með Síberíulestinni í gegnum Mongólíu til Peking í Kína. Þaðan hefur hann farið til fjölda Asíulanda, þar á meðal til Japan. Á þriðjudag fór Halldór frá Ástralíu yfir til Nýja-Sjálands og ætlar hann að vera þar á þriðju viku. Að því loknu ætlar hann með lest þvert yfir Bandaríkin áður en hann snýr aftur heim í mars.

Halldór segir ekki erfitt að skipuleggja heimshornaflakk. Það sé vel þess virði og líti hann á ferðina sem fjárfestingu. „Eitt er víst: Enginn kemur samur úr svona ferð,“ segir hann.

Nánar er fjallað um heimshornaflakk Halldórs í Viðskiptablaðinu sem kemur út í fyrramálið.


Meðal annars efnis í Viðskiptablaðinu á morgun er:

  • Íslensk listaverð seld fyrir milljarða
  • Framkvæmdastjórar hjá Landsbankanum með hærri laun en bankastjórinn
  • Skuldir Árborgar lækka hratt
  • Stækkun Leifsstöðvar er dýrari en Vaðlaheiðargöng
  • Ríkisendurskoðandi gagnrýnir framsal á valdi Alþingis
  • SpKef safnaði innlánum á undanþágu eftir hrun
  • Ákæruvaldið fær á sig ákúrur vegna seinagangs
  • Skuldakreppan rædd í Sviss
  • Sigurður Harðarson skrifar um arðsemi Kárahnjúkavirkjunar
  • Hver er Jón Gunnar Jónsson forstjóri Bankasýslunnar?
  • Óðinn fjallar um gagnrýna hugsun
  • Allt um stangveiði sumarsins og ferðalög
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað ásamt Tý sem fjallar um ÁTVR
  • Myndasíður, umræður og pistlar og margt, margt fleira...