Í Viðskiptaþættinum í dag á Útvarpi Sögu (99,4) verður rætt við Halldór J. Kristjánsson, bankastjóra Landsbanka Íslands, um hlutafjárhækkun bankans en ákveðið hefur verið að nýta heimild til 800 milljóna kr. hækkun á nafnverði bankans. Ennig verður rætt við Ingólf Bender, forstöðumann greiningar Íslandsbanka, en í Morgunkorni sínu gagnrýna þeir harkalega rangar ákvarðanir í hagstjórn landsins.

Að því loknu beinum við sjónum okkar að mikilli hækkun olíuverðs með aðstoð sérfrðings Viðskiptaþáttarins á olíumörkuðum, Magnúsar Ásgeirssonar innkaupastjóra eldsneytis hjá olíufélaginu. Í lokin kemur síðan Vilmundur Jósefsson formaður Samtaka iðnaðarins í þáttinn en Iðnþing verður haldið á föstudaginn.

Viðskiptaþátturinn er sendur út daglega á Útvarpi Sögu milli kl. 16 og 17 á dagin og endurfluttur kl. 01. Þá er þátturinn aðgengilegur á netinu, nánartiltekið hér á Viðskiptavefnum.