*

þriðjudagur, 21. september 2021
Innlent 2. mars 2011 09:31

Halldór J. og Ingimundur fá ekki að gefa símaskýrslu

Aðalmeðferð í máli Baldurs Guðlaugssonar í dag. Tvö vitni vildu gefa símaskýrslu frá Kanada og Noregi en þurfa að mæta fyrir dóminn.

Ritstjórn
Halldór J. Kristjánsson þarf að koma frá Kanada og bera vitni.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Dómari í máli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrum ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, féllst ekki á það að Ingimundur Friðriksson, fyrrum seðlabankastjóri, og Halldór J. Kristjánsson, fyrrum bankastjóri Landsbankans, gæfu skýrslu í gegnum síma. Þeir þurfa því báðir að mæta fyrir dóminn og ljóst að þeir munu ekki gefa skýrslu í dag líkt og stóð til.

 Baldur hefur verið ákærður fyrir meint innherjasvik og brot í opinberu starfi er hann seldi hlutabréf í Landsbankanum 17. og 18. september 2008 fyrir 192 milljónir króna.

Til stóð að Halldór gæfi skýrslu í gegnum síma frá Kanada og Ingimundur frá Noregi, þar sem þeir eru búsettir. Aðalmeðferð í máli Baldurs hófst í dag klukkan 9:15 og samkvæmt vitnalista er Jónína S. Lárusdóttir, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu, fyrst til að bera vitni.

Stikkorð: Baldur Guðlaugsson