Halldór Jón Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, var kjörinn formaður Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) í gær. Halldór tekur við formennsku af Lárusi Welding, forstjóra Glitnis. Sigurður Viðarsson, forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar, var kjörinn varaformaður.

Ný stjórn SFF var kjörin á aðalfundi samtakanna 10. apríl. Í henni sitja:

Guðmundur Hauksson, Spron hf.

Halldór Jón Kristjánsson, Landsbanki Íslands hf.

Helgi Bjarnason, Sjóvá Almennar tryggingar hf.

Hreiðar Már Sigurðsson, Kaupþing banki hf.

Lárus Welding, Glitnir banki hf.

Sigurður Valtýsson, VÍS hf.

Sigurður Viðarsson, Tryggingamiðstöðin hf.

Styrmir Þór Bragason, MP Fjárfestingarbanki hf.

William Fall, Straumur fjárfestingarbanki hf.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum fjármálafyrirtækjanna.