Halldór Jörgensson hefur verið ráðinn forstjóri Lýsingar. Hann tekur við af Ólafi Helga Ólafssyni, sem hefur verið forstjóri undanfarin 16 ár. Ólafur og Halldór munu starfa hlið við hlið fram að aðalfundi félagsins í lok janúar. Ólafur mun jafnframt taka að sér ýmis sérverkefni fyrir Lýsingu eftir að hann lætur af starfi forstjóra.

Halldór Jörgensson er landfræðingur að mennt og lauk MBA prófi frá Háskóla Íslands. Hann var framkvæmdastjóri Samsýnar um sex ára skeið en hefur síðustu tvö ár starfað hjá Exista.

Í tilkynningu vegna ráðningarinnar kemur fram að Ólafur hefur verið í framvarðasveit Lýsinga nánast frá stofnun og hefur unnið kraftmikið starf við uppbyggingu og rekstur fálagsins. “Fyrir það færum við honum þakkir að þessu tilefni,” segir Sigurður Valtýsson forstjóri Exista og stjórnarformaður Lýsingar. “ Við fögnum því jafnframt að Halldór Jörgensson skuli bætast í stjórnendahóp Lýsingar og væntum mikils af þeim öfluga hópi við frekari uppbyggingu félagsins.