Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segist vera jafn undrandi og aðrir á ákvörðun Kjaradóms, sem kynnt var á dögunum og felur í sér 8% launahækkun æðstu embættismanna og 6% hækkun á launum forseta Íslands.

Hann kallaði formann Kjaradóms, Garðar Garðarsson, á sinn fund í morgun og óskaði eftir skýringum. Hann óskaði enn fremur eftir því að Kjaradómur skýrði úrskurð sinn opinberlega og féllst formaður dómsins á það.