Landsbankinn hf. hefur selt 9,88% eignarhlut bankans í félaginu Alur álvinnsla hf., sem á og rekur endurvinnslu fyrir álgjall í Helguvík á Reykjanesi. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu bankans.

Félagið Alur álvinnsla hf., var stofnað árið 1998 af nokkrum frumkvöðlum og hóf framleiðslu áls árið 2003. Alur endurvinnur allt álgjall sem fellur til við starfsemi Norðuráls. Á árinu 2011 voru unnin 2403 tonn af álgjalli og unnin úr því 973 tonn af áli.

Kaupandi hlutanna er Halldór Jónsson. Eignarhlutur Landsbankans var auglýstur til sölu með auglýsingum í dagblöðum í byrjun júlí.