Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, segir að sterk fjárhagsstaða og lágar endurgreiðslur langtímalána á þessu ári geri Landsbankanum fært að standa af sér óhagstæðar aðstæður á fjármálamörkuðum nú.

„Á meðan mun Landsbankinn aðlaga vöxt efnahagsreiknings að aðstæðum og leggja áherslu á samþjöppun og samþættingu í rekstri til að auka hagræði og nýta möguleg samlegðaráhrif. Bankinn mun halda áfram að auka fjölbreytni í fjármögnun sinni. Icesave innlánsreikningar í Bretlandi njóta áfram velgengni með fjölbreyttara vöruframboði og met var slegið í opnun nýrra reikninga á fyrsta ársfjórðungi 2008. Meira en 40% af innlánum í Icesave eru nú bundnir innlánsreikningar eða ISA-skattasparnaðarreikningar.

Nýjar innlánsleiðir, sem kynntar verða á völdum mörkuðum annars staðar í Evrópu á komandi mánuðum, munu styrkja enn hlutfall innlána á móti útlánum til viðskiptavina sem var 66% í lok fjórðungsins. Það sem af er þessu ári hefur Landsbankinn gefið út skuldabréf sem jafngilda 1,4 milljarði evra í lokuðum útboðum á lægri kjörum en skuldatryggingarálög bankans til fimm ára á sama tíma," segir Halldór í tilkynningu frá vegna uppgjör bankans sem birt var í dag.