Halldór Kristmannsson hefur tekið að sér ýmis störf hjá bandaríska lyfjafyrirtækinu Alvogen. Halldór gengdi starfi framkvæmdastjóra Innri og ytri samskipta hjá Actavis þar til hann lét af störfum hjá félaginu í september 2007 og tók við stöðu framkvæmdastjóra samskiptasviðs FL Group.

Halldór, sem er viðskiptafræðingur að mennt, var síðan ráðinn framkvæmdastjóri samskiptasviðs Eimskips samstæðunnar 1. mars 2008. Halldór varð hluti af framkvæmdastjórn Eimskips samstæðunnar og bar ábyrgð á samskiptamálum félagsins, þ.á.m. samskiptum við fjárfesta, hluthafa, fjölmiðla, innri samskipti og ímyndaruppbyggingu félagsins á Íslandi og erlendis.

Halldór hélt til Bandaríkjanna síðasta haust í MBA nám og en stefnir að því að klára það í september næstkomandi. Hann hefur tekið að sér ýmis verkefni síðan og m.a. verið að vinna með Róbert Wessman í verkefninu tengdu Alvogen þó hann vinni þar ekki formlega.