Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hefur ákveðið að hætta sem formaður flokksins, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins innan ríkisstjórnarinnar.

Heimildarmaðurinn sagði Halldór einnig vera að íhuga að hætta sem forsætisráðherra og að ákvörðun um málið verði að öllum líkindum tilkynnt í vikunni.

Vangaveltur hafa verið um framtíð Halldórs Ásgrímssonar í íslenskum stjórnmálum í fjölmiðlum síðan á föstudaginn. Forsætisráðherra hefur ekki tjáð sig um ákvörðnun sína opinberlega, en sagði í samtali við Fréttablaðið á laugardaginn að kallaður hefur verið saman miðstjórnarfundur "þar sem fjallað verður um stöðu flokksins, mína stöðu og framtýðarsýn."

"Ég mun ræða þetta við mitt fólk áður en ég ræði það frekar við fjölmiðla," sagði forsætisráðherra.