Halldór Jörgensson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Gluggasmiðjunnar ehf.

Halldór hefur víðtæka reynslu úr íslensku atvinnulífi. Undanfarin ár hefur hann starfað sem ráðgjafi og tímabundinn framkvæmdastjóri Exton ehf. Áður starfaði hann á fjármálamarkaði m.a. sem framkvæmdastjóri Lýsingar hf.

Halldór útskrifaðist sem MBA úr Háskóla Íslands 2006 og áður sem BSc í landafræði frá sama skóla.

Eiginkona Halldórs er Bryndís Reynisdóttir og eiga þau þrjú börn.

Gluggasmiðjan hefur í 70 ár þjónað fyrirtækjum og einstaklingum í framleiðslu á gluggum og hurðum. Á áratuga ferli hefur fyrirtækið aðlagað vörur sínar að íslenskum aðstæðum og veðurfari. Hjá Gluggasmiðjunni starfa um 50 manns.