Halldór Þorsteinsson og Helga Reynisdóttir hafa gengið til liðs við lögmannsstofuna AM Praxis.

Halldór útskrifaðist frá Kyushu háskóla árið 2014 með LL.M. gráðu í alþjóðlegum efnahags- og viðskiptarétti, með sérhæfingu í Venture Capital fjármögnun annars vegar og orku-, fjárfestinga- og umhverfisrétti hins vegar. Hann var var Monbukagakusho styrkþegi við háskólann. Halldór hefur starfað hjá iðnaðarráðuneytinu, Flugmálastjórn og Logos lögmannsþjónustu.

Helga útskrifaðist einnig frá Kyushu háskóla í Japan árið 2014 með LL.M. gráðu í alþjóðlegum efnahags- og viðskiptarétti, með áherslu á viðskiptabrot innan fjármálafyrirtækja og alþjóðlegan samninga- og kröfurétt. Hún var Jasso Honors styrkþegi við háskólann. Áður lærði hún lögfræði við Háskólann í Reykjavík. Þá starfaði Helga hjá Veitu innheimtuþjónustu og sem fulltrúi hjá JP lögmönnum.

AM Praxis hefur verið starfandi síðan 1941. Stofan veitir fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum alhliða lögfræðilega ráðgjöf og aðstoð við hvers konar hagsmunagæslu, svo sem gerð samninga, lausn ágreiningsmála og sókn tækifæra á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins.