Hall­dór Hall­dórs­son, fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúi í Reykja­vík, hef­ur verið ráðinn for­stjóri Íslenska kalkþör­unga­fé­lags­ins ehf., sem er í eigu írska fé­lags­ins Marigot.

Hall­dór var borg­ar­full­trúi og odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík frá 2014 þar til að ný­lokn­um sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um. Halldór hef­ur verið formaður Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga frá ár­inu 2006. Hann lauk MBA prófi frá Há­skóla Íslands auk MS gráðu í mannauðsstjórn­un.

Íslenska kalkþör­unga­fé­lagið rek­ur kalkþör­unga­verk­smiðju á Bíldu­dal, Ískalk.