Halldór Pétursson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri sölu- og markaðsmála hjá TölvuMyndum. Halldór kemur frá Opnum kerfum ehf. Þar hefur hann starfað frá 1996, síðast sem framkvæmdastjóri sölusviðs. Halldór er byggingaverkfræðingur að mennt, lauk prófi í byggingaverkfræði frá Háskóla Íslands 1987.

Halldór lauk Civ.Ing.-prófi í byggingaverkfræði frá Chalmers Tekniska Högskola í Gautaborg í Svíþjóð (CTH) árið 1988. Þá lauk hann Lich.Techn.-prófi í byggingaverkfræði frá Institutionen för byggnadsekonomi och byggnadsorganisation, Chalmers Tekniska Högskola, árið 1991.

Helstu verkefni Halldórs hjá TölvuMyndum verða að samræma sölu- og markaðsmál milli einstakra sviða og setja upp eitt viðskiptastjórakerfi fyrir fyrirtækið. Með þessu er ætlunin að bæta skilning TölvuMynda á þörfum viðskiptavina, tryggja þeim betri aðgang að öllum lausnum fyrirtækisins á einum stað og samræma og bæta það virði sem það getur veitt viðskiptavinum sínum.

Halldór var sölustjóri söludeildar og síðar framkvæmdastjóri sölusviðs Opinna kerfa frá 1998?2004. Meðal verkefna hans hjá söludeild má nefna umsjón með samskiptum við stærstu birgja, svo sem HP og Cisco. Einnig stýrði hann verkefnum á lausnum fyrir stærstu viðskiptavini Opinna kerfa, s.s. Símann. Þá átti hann sæti í stjórn dótturfyrirtækja Opinna kerfa, svo sem Grunni Gagnalausnum og Skýrr. Halldór var viðskiptastjóri hjá Opnum kerfum frá 1996?1998. Þá stafaði hann um sex mánaða skeið við virkjanarannsóknir og virkjanaundirbúning vegna Kárahnúkavirkjunar árið 1998.

Hann starfaði hjá Verkfræðistofunni Hnit hf. frá 1994?1996 við þróun landupplýsingakerfa. Þá var hann deildarstjóri hjá virkjanaáætlanadeild Orkustofnunar frá 1991?1994. Jafnframt vann hann að rannsóknum og kenndi í Svíþjóð um nokkurra ára skeið. Hann vann að rannsóknum á byggingaframkvæmdum hjá Institutionen för byggnadsekonomi och byggnadsorganisation CTH frá 1988?1991 og kenndi iðnaðarverkfræði hjá CTH í hermilíkanagerð og gervigreindarkerfum frá 1989?1991.