Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagðist í ræðu sinni á Viðskiptaþingi spá því að Ísland yrði orðið aðili að Evrópusambandinu árið 2015.

?Ég spái því reyndar að við verðum orðnir aðilar að Evrópusambandinu árið 2015. Ég tel að það sem verði einkum ráðandi í umræðu um það á næstunni sé framtíð og stærð evrópska myntbandalagsins,? sagði Halldór í ræðu sinni.

?Það eru hins vegar engar pólitískar forsendur fyrir ákvörðun nú af okkar hálfu. Til þess er umræðan ekki nægilega þroskuð. Forsenda þess að málið þroskist betur er að atvinnulífið láti það til sín taka með mun virkari hætti. Ég hef alltaf undrast litla umræðu atvinnulífsins um Evrópumálin. Launþegahreyfingin hefur einhverra hluta vegna staðið fyrir meiri umræðu. Hvað veldur veit ég ekki," sagði Halldór.