Halldór R. Lárusson hefur verið ráðinn markaðsfulltrúi hjá Íslandshótelum. Halldór er fæddur árið 1957. Hann útskrifaðist úr Fjölbrautaskólanum við Ármúla og lauk svo námi í grafískri hönnun við Otis Art Institue of Parsons School of Design í Los Angeles árið 1990.

Halldór byrjaði starfsferil sinn hjá auglýsingastofu Ernst Backman. Síðar starfaði hann hjá Íslensku Auglýsingastofunni frá 1996-2004. Halldór var svo listrænn stjórnandi hjá Cohn & Wolfe, verkefnastjóri hjá Basecamp og tók að sér fjölmörg verkefni þar til hann hóf störf sem verkefnastjóri og grafískur hönnuður hjá Toyota á Íslandi.

Þar starfaði hann frá árunum 2007-2015 auk þess að vera formaður starfsmannafélags Toyota frá 2012-2015. Halldór hefur starfað með öllum helstu fyrirtækjum landins m.a. Brimborg, Skeljungi, Skífunni, TM, RÚV, Landsbankanum, Vodafone, Hagkaup, Ikea, Emmessís auk fjölda annarra.