Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, var í kvöld úrskurðaður í farbann til 25. janúar. Skýrslutökur yfir Halldóri stóðu yfir til klukkan hálf átta í kvöld.

Þetta kemur fram á mbl.is. Haft er eftir Friðjóni Friðjónssyni, lögmanni Halldórs, að úrskurðinum var ekki mótmælt.  „Það kom fram krafa um farbann og það var fallist á hana enda stóð aldrei annað til en að Halldór væri hér jafnlengi og embætti sérstaks saksóknara teldi nauðsynlegt,“ sagði Friðjón.