*

fimmtudagur, 24. september 2020
Fólk 23. maí 2018 13:15

Halldóra ráðin markaðsstjóri Lottó

Halldóra María Einarsdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri Íslenskrar getspár.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Halldóra María Einarsdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri Íslenskar getspár. Halldóra kemur frá Auglýsingastofunni ENNEMM þar sem hún hefur starfað frá árinu 2013.

Halldóra er reynslumikil á sviði markaðs- og auglýsingamála  en auk þess að starfa hjá ENNEMM í 5 ár starfaði hún sem aðstoðarútsendingar- og birtingastjóri á Skjánumsem og á auglýsingadeild 365 miðla og auglýsingadeild DV

Hún sá einnig um bílaþáttinn Mótor á Skjánum svo eitthvað sé nefnt. Halldóra tekur við markaðsstjórastarfinu af Ingu Huld Sigurðardóttur sem hefur sinnr starfinu undanfarin 10 ár.

Ingu Huld eru þökkuð góð störf og Halldóra boðin velkominn til starfa en hún mun hefja störf síðar í sumar.

Stikkorð: Íslensk getspá