Hallgrímur Kristinsson hefur verið ráðinn yfirmaður viðskiptaþróunar hjá Latabæ.

Fram kemur í tilkynningu um ráðningu að Hallgrímur hafi starfað náið með með Magnúsi Scheving forstjóra og stofnanda Latabæjar og stjórn þess.

Þá segir að Hallgrímur hefur meira en 15 ára reynslu af afþreyingartengdum iðnaði og hefur frá snemma árs 2006 gegnt stöðu Vice President & Regional Director, Content Protection, fyrir Evrópu, Mið-Austurlönd og Afríku hjá MPAA - Samtökum Bandarísku Kvikmyndastúdíóanna.  Þar stýrði hann starfsemi samtakanna í yfir 40 löndum frá Evrópuskrifstofum þeirra í Brussel í Belgíu.

Áður hefur Hallgrímur m.a. starfað fyrir Sambíóin og sem framkvæmdastjóri hjá SMÁÍS og Útivist.

Hallgrímur er með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og B.A-gráðu í Communications frá George Mason University í Virginíu í Bandaríkjunum.