Halli á vöruskiptum í janúar var 6,5 milljarða króna, segir greiningardeild Glitnis, en á sama tíma í fyrra mældist hann tæplega tíu milljarðar króna, ?þannig að um töluverðan samdrátt frá fyrra ári er að ræða,? segir hún.

Hún segir samdrátt í halla á vöruskiptum má rekja bæði til minni innflutnings og meiri útflutnings. ?Ekki mældist jafn lítill halli í nokkrum mánuði í fyrra og núna í janúar. Þetta er upphaf þess sem koma skal en við reiknum með að verulega dragi úr hallanum á vöruskiptum við útlönd á þessu ári meðal annars vegna loka stóriðjuframkvæmda, aukins álútflutnings og lækkunar á gengi krónunnar.

Nokkuð virðist vera að hægja á innflutningi. Ekki kemur fram sundurliðun talna en ástæðan kann að einhverju marki að felast í sveiflukenndum undirliðum eins og eldsneyti, skipum og flugvélum. Innflutningur í janúar var 26,8 ma.kr. samkvæmt bráðabirgðatölum. Í krónum talið jókst innflutningur í janúar um rúmlega 5% frá sama mánuði í fyrra en dróst saman um liðlega 12% á föstu gengi,? segir greiningardeildin.

?Útflutningur í janúar nam 20,3 ma.kr. sem er aukning um tæplega 30% frá í janúar í fyrra í krónum talið og tæplega 8% á föstu gengi. Undirliðir í útflutningstölum, eins og í innflutningstölum, geta sveiflast nokkuð. Þar er helst að nefna, skip, flugvélar og sjávarafurðir. Aukning útflutnings frá fyrra ári er eðlileg í ljóst þess að stækkun Grundartanga skilaði sér á árinu í auknu framleiðslumagni áls sem allt er flutt út, auk þess sem álverð hækkaði á tímabilinu,? segir greiningardeildin.