Nýjar tölur frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sýna að ríkisstjórnir ríkja innan Evrópusambandsins eru stöðugt að vinna á þeim vanda í ríkisfjármálum sem þau hafa átt við að stríða.

Halli á fjárlögum ríkja innan Evrópusambandsins var 3,9% af landsframleiðslu árið 2012 en 3,3% ári seinna. Á evrusvæðinu fór hallinn úr 3,7% í 3%. Evrópusambandið setur skilyrði um að halli ríkja innan sambandsins sé ekki meiri en 3%

Á vef BBC segir að það sé mikill munur á milli ríkja og fjárlagahallinn sé mun minni í sumum ríkjum en hámarkið segir til um.