Þótt hallarekstur ríkisins hafi reynst meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir þá er niðurstaðan ekki endilega sá áfellisdómur yfir tilraunum stjórnvalda til að ná tökum á ríkisfjármálunum og virst gæti við fyrstu sýn, að mati greiningardeildar Arion banka.

Deildin bendir á það í Markaðspunktum sínum í dag að frávik frá fjárheimildum hafi að stórum hluta ekkert með rekstur ríkisins og opinberrar þjónustu að gera og sé það eingöngu bókhaldslegs eðlis; engir peningar fara úr kassanum. Bent er á niðurfærslu eignahluta ríkisins í Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins því til staðfestingar. Niðurfærslan er er breyting á viðmiði, hún krefst hvorki eiginfjárframlags né nýrrar lántöku.

Fjallað er í tarlega um afkomu ríkisins í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.